Gathering Highland Moss
"Sister! Sister! Do you see what I see?"
It was an evening in spring and we were on our way home from the lamb-pen1 when I said this to my sister, who was fifteen years old, and clapped my hands together in sheer delight.
"I don't have any idea what you're talking about," said my sister, adding immediately: "Just what am I supposed to see?" She had turned round to face me, since I had dropped a little behind and was staring silently down at the ground.
"Just look, it was raining worms in that last shower!2 But that isn't what I had in mind."
"You little smarty-pants," said my sister laughing, "always coming up with something original. We'll discuss these worms of yours later. What am I supposed to see?"
When I was a little boy, I had grown used to her leading me around by the hand. And even now, when I was thirteen years old and fancied myself a bit too big for that, I still liked it quite a lot, and saw to it that it still happened, sometimes, by pulling all sorts of friendly stunts when we were out walking together.
"You'd better hold onto me a little," I said, thrusting my hand into hers, "otherwise you won't be able to see what I was trying to show you. You see that mountain right up there above us? Take a good look at it."
"How could I possibly miss anything so big, little cousin! But is that all you meant? Just the mountain?"
"See those blue streams of water gushing down off Steep Shelf? They're from that last rainstorm. All the brooks are full of water, now, some of them have even turned brown. How do you like the mountain when it looks like that?"
"As much as ever," said my sister. "It's beautiful. And it's starting to have a summertime feel about it. Aside from that it looks perfectly normal. You're going to have to show me something more interesting than this!"
"I'm just trying to keep you in suspense about the best part! See those little grassy gullies way up on the south side of Steep Shelf? They're really pale right now. Remember how they look after a dry spell?"
I said these words so confidently, and with such a knowing air, that it was pretty obvious I thought I was saying something significant. For a moment my sister stared up toward the gullies and then I saw her face light up.
"What a jewel you are," she said, "just the nicest little cousin in the world. Why, it's moss! Tons and tons of highland moss!"3
Now I was beginning to enjoy myself. My sister held me by the hand, straightened my cap, and brushed the hair from my forehead (I shook it right back, of course). I stared up, now at her, now at the pale patches of highland moss, and pleaded with her earnestly not to tell anyone else about them, so that one day she could take me up to Steep Shelf — all by myself — and the two of us could share the glory of this discovery, gathering more highland moss than anyone in the world had ever gathered before. She finally gave me her word and then, in my own eyes, I was happy as a prince, thinking about moss in a mood of sheer joyful expectancy — the kind of intense anticipation that can't possibly be described, and that only young people of my age are lucky enough to enjoy in undiluted form.
My sister (as I called her) was named Hildur Bjarnadóttir and was the only child of the pastor at B——. We had been brought up together from the time I was four years old, when I lost my parents one after the other and Reverend Bjarni gave me a foster home and raised me like his own son. He had been married to my mother's sister, who died when I was a child. Afterward he always got by with just a housekeeper, and from all anyone could tell this arrangement worked perfectly well. He was quite well-off, and necessary supplies reached him from all over the place, so no one but his familiars ever knew if he was hard up for anything.
The housekeeper always liked to make life difficult for me and when I got angry I would call her "Fat Gudda." But I never called Hildur, the pastor's daughter, anything but "sister," or the pastor himself anything but "foster father" (or sometimes "Reverend Bjarni," when I was talking to strangers). He was never strict with me and I don't recall that he ever made me do work that was beyond my strength, whatever I was supposed to be learning or doing. But he had a pretty stern appearance and his speech lacked the warmth and kindliness that might have made me really love him. I was always a little afraid of him, and when I saw him anywhere near me I could never be as cheerful and spontaneous as usual. Even so, I honored him as if he were my real father and wished him well with all my heart.
I was lucky enough to get along with everyone on the farm. Some of them treated me with real kindness and nobody but the housekeeper had it in for me. But I was always happiest with my sister Hildur and was nicer to her than anyone else.
One day just before haymaking season I put on my white breeches and light blue leggings, sewn shut just below the knee. I was lightly dressed on top in a cloth shirt and green vest and was wearing a cap — practically new — that I had swapped for a lamb — and what a gorgeous cap it was! I was standing out in front of the farm with my headband and light-grey sack, well provided with lengths of twine. I had taken my blue sweater along with me and was thinking I ought to tie it and the sack together in a bundle, but had put this off for a bit in order to keep an eye on the door and see if anyone was coming out. By and by my sister appeared carrying a folded-up sack and wearing snow-white mittens embroidered with flowers. Apart from that she was dressed in the ordinary way — in clean clothes, lightweight but warm — so anyone who saw her could tell right away she was planning to go and gather moss.
I called out to her saying: "I get to carry your sack, sister!" And meanwhile I glanced down at myself. Never before had I cut so dashing figure as I did now, in my white breeches, or seemed more full of manly promise.
"Oh, just listen to him!" Fat Gudda suddenly chimed in. "Don't you think you're going to have enough trouble carrying your own precious self? You sure like to make believe you're a grown-up man — you little baby!" She was standing right behind me and I hadn't noticed her until now.
"I've got nothing to say to you," I said in a low voice. Meanwhile my sister smiled and handed me her sack and said she was sure I would carry it with credit and honor — especially if she led me up the slope by the hand.
I was just on the verge of saying, "Yes, that always does make things easier!" But Fat Gudda was standing right next to me, smiling so sarcastically that I bit my lip and finished tying my bundle in silence.
"Don't forget the little favor you're going to do for me," the housekeeper said to my sister. "Bring me a handful of stonecrop when you come home tonight. There's plenty growing on the mountain and it always makes the most marvellous tea!"4
I was just dying to say something rude but didn't dare until I was all set to leave.
"I won't forget, Guðríður," said my sister. "Goodbye, everyone!"
"And I'll bring you a couple of devil's-fingers,"5 I shouted, "or maybe a little vixen-grass!" And I ran off as soon as I said it, since I knew Fat Gudda was going to be mad.
The day was mild and clear but sunless, with clouds scattered all across the sky and crowding together into a thick mass in the east. It seemed as if the countryside was trying to sing in harmony with the weather, it was so still and calm everywhere you looked. The homefields were green, glittering with dandelions and buttercups. The meadows were green, too, but a little paler in color, with bright patches of bog-cotton here and there, white and spotless as newfallen snow. Cows and sheep dotted the hillsides and pastures and the only sound you could hear was the occasional tinkle of a brook or the low murmur of the river in the valley bottom. Sometimes birds flew chirping through the air or sat perched strategically on elevated points, singing for sheer pleasure in the morning stillness. Purple mountains rose in the distance, with splashes of sunlight here and there on their sides, and they lent a cheerful note to everything else, as when the calm days of a good man's life are irradiated by hope.
Or at least that's what my sister said, when we stopped at a certain point on the mountainside to look out across the valley and the landscape below. And she meant what she said, too, for I could see the joy shining in her face. But my mind was occupied exclusively with highland moss and I replied a little impatiently: "Well, that was certainly pretty, what you just said. But I'm going to be mad at that sunshine if it comes here today. I'd prefer a nice, steady drizzle."
"Oh, don't have a fit," said my sister. "It isn't likely that there's so little of your precious moss up on Steep Shelf that we'll only be able to find it in wet weather. And now let me hold your hand for a while, dear little cousin."
Naturally I did what she wanted and took hold of her hand without protest. All the same, I was irked by her calling me "little cousin." She was getting into the habit of doing this quite a bit, now that she had grown so much bigger than me. And it's true that she had become a mature female — she had been confirmed over a year ago! — while I was still nothing but a child, and small for my age, too. I was acutely conscious of all this, which is why it rankled so much when she reminded me of it without even stopping to think.
We kept climbing upward till we were right below Steep Shelf. I was totally exhausted, now, so we sat down on a grassy ledge and gazed out across the valley once again. The sight was even more impressive than before, when we had stopped lower down the slope. Every appearance of unevenness had disappeared from the lowlands beneath us and we could no longer distinguish separate objects, only changes of color. The river was visible for its whole length, now, flowing seaward in twisting and intersecting channels like bright blue threads woven into the most dazzling brocade.
But this time I wasn't paying any attention to the beauties of nature. I couldn't forget that "little cousin." It was making me totally miserable and at last I said, apropos of nothing in particular: "I'm not very big, am I, Hildur. I don't suppose I'll ever grow up to be a real man."
My sister burst out laughing and looked at me so drolly that I didn't know quite what to make of it. I could almost hear an echo in the air of how ridiculously pitiful my voice had sounded. And then my mood suddenly changed — this happens sometimes — and I, too, laughed heartily at myself.
"That was simply the funniest thing I've heard in ages," said my sister. "Be a dear, say it again in exactly that same tone of voice. Go on, say it!"
At first I wouldn't. But in the end everything went the way it always did with Hildur: I couldn't refuse her anything she asked. Not for long, anyway. So I had to try producing an imitation of myself, and though it wasn't terribly successful, it did give us both plenty to laugh about. She was so sweet, she laughed at me so heartily and unmaliciously, it never even crossed my mind to get mad.
When we stood up to go she said (and suddenly she was a good deal more serious): "If you want, I won't ever call you 'little cousin' again. You're going to be grown up yourself soon — if you manage to stay alive! — and once you're big, I'll have to get out of the habit anyway, whether I like it or not."
I was nonplussed, somehow, when the talk took this particular turn. I realized that I wasn't actually very pleased by her promise, and didn't know how to reply.
"Call me anything you want," I said in a subdued voice. "I'm going to keep calling you 'my sister.'" And with that we started climbing up onto the Shelf.
I had plenty to think about, now, and wasn't paying much attention to our route (which wasn't particularly dangerous, anyhow). In one place we found a notch in the face of the cliff and there we were able to get to the top without any trouble. But the going was so tight, in places, that we had to climb up sideways, and it was pretty obvious that we wouldn't be able to come back down by the same route if we collected much of anything in our sacks.
I imagine some of my readers can still remember the first time they ever came upon highland moss in such enormous quantities that they were sure they'd be able to gather a full load with almost no trouble at all. It's typical of people's enthusiasms that they become more intense in the face of uncertainties, which explains the eagerness of hunters, fishers, and others who wrest their livelihood directly from nature. With those who practice the handicrafts, however, the situation is very different: people who merely manufacture things out of raw materials, producing or repairing products, usually know in advance exactly how much they will be able to produce, so the work holds considerably less interest for them. They don't live in a state of constant excitement, breathlessly looking forward to a rich haul from one moment to the next. Well, now I was one of those who are lucky enough to see their wildest hopes suddenly realized — and there's no need to describe my state of mind to anyone who has had a similar experience at a similar age.
We were no sooner up on the Shelf than we realized we hadn't been deceived a bit by those pale-colored patches of vegetation. The whole area was covered with highland moss. It was growing in huge swaths, so thick that not a single blade of grass — and none of the other types of mosses — were scattered in among it. It was obvious that the moss here hadn't been harvested for many years.
We didn't even bother tying the sacks around our waists, since it was no distance at all between patches of moss. We yanked up one bunch after another. It all came loose fairly easily and we heaped it together in little piles, until we decided we wouldn't be able to carry any more back with us. This took only a few hours, and when we were done and had finished stuffing our sacks it was still only early afternoon.
"Those are pretty impressive sacks!" I said. "But there's a lot of the stuff left. Why don't you sit down and baste my sweater shut? It will hold quite a bit. And besides, I'll look more manly if I come back home with a pack on my chest, too, in addition to the one on my back."
"Then in the meantime you can tell me a story, since I'm being so accommodating," said my sister as she started sewing shut the openings in my sweater. I was only too pleased to take her up on this suggestion and sit down next to her, turning so I could watch her face: it was always a lot more fun to tell her stories that way.
I remained for a while deep in thought, then asked my sister whether she would like to hear something about Reverend Eiríkur from Vogsósar. Or maybe a story about outlaws.6 But she didn't think stories like that would be very effective in broad daylight and asked me to come up with something a little more appropriate.
I said: "Then you probably don't want to hear about Björn from Öxl, either, or the story of Lalli's adventure when he and the Girl Ghost sat together on a piece of hide and drove from one end of Fnjósk River to the other with the Bull of Þorgeir pulling them — and it was the bull's hide, too! By the way, sister, before I forget to ask, how many girl ghosts are there in Iceland?"
"That's hard to say," she replied. "There used to be one in every part of the country. Two were especially famous, though, as far as I know — the Húsavík Girl Ghost and the White River Plains Girl Ghost. But they're both dead now."
"I know someone who actually saw the Húsavík Girl Ghost," I said. "Do you remember the doctor who told my foster father about the time she threw the seal at Lalli? — But was the seal dead, or wasn't it? I've forgotten that part."
"It's just not possible to hold a normal conversation with you," my sister said impatiently. "You go wandering off in all directions and nobody can ever tell whether you're serious or not."
"Well, I am serious, part of the time! — Anyway, right now I can't think of a single suitable story. You're going to have to settle for some poems. I wrote two of them myself, and the other two are translations."
"Oh, I know all about your poetry," said my sister. "And it's very nice, of course. But I think I'll ask you to recite the two translations first."
"One is from Danish," I said. "It's about this poor young man — an orphan — who has lost everything: wealth, high station in life, even his sweetheart with her blonde hair and big blue eyes. So one evening he sits down all by himself on his mother's grave and this is what he says:
Lullaby, lullaby,
little one,
slumber sweetly,
sleep in peace.
What though your cradle —
comfortless
and still as death —
stands unrocking
in earth's chill bosom?
Ah, sleep in peace!Can you hear the storm
howling its savage
elegy over
all I have lost?
Can you hear the greedy
gluttonous worms
feasting with glee
on your fir-tree casket?Can you hear the notes
the nightingale sings,
chanting her lilting
lovestruck songs?
Once you rocked me,
a weeping child;
now it is I
who need to rock you.Nourish your heart
with nightingale song —
an ample gift
to ease your pain.
Can you hear the passing-bell
heartlessly tolling
next to the grim
gateway of death?Unless your heart
is as hard as stone,
look, mother! see
what your son is doing:
whittling from sorrowful
cypress wood
a tuneful pipe
to please your ear.Its nimble voice
will nourish your heart,
singing lonely
songs in the wild
like winds crying
in winter nights
or wandering lost
through wet branches.Now I must leave
your lonely cradle;
it is cold here, mother,
so close to your breast!
Nowhere on earth
is there any refuge
to welcome your son
seeking for warmth.Lullaby, lullaby,
little one,
slumber sweetly,
sleep in peace.
What though your cradle —
comfortless
and still as death —
stands unrocking
in earth's chill bosom?
Ah, sleep in peace!
"I know that poem," said my sister, "and you haven't done a very good job translating it. You shouldn't have used fornyrðislag, for one thing, and — "
"But there was no other way to do it!" I said with a good deal of warmth, totally losing my composure. "If I had tried to get the meaning across and keep the original meter at the same time, I'd have made a terrible botch of it! And anyway — how did you know it was my translation?"
"Well, you just said so yourself," she replied smiling. "But coming back to what you were trying to say a moment ago, I think a skilled translator could have preserved both the content and the form of the original. When you transpose a poem into a different form, it usually takes on a very different character, even when the content remains the same. There's no question but that this particular poem has lost a lot of its strength, I can't exactly say why. There's a kind of sweet, childlike melancholy about the original — and that's what I miss so much in your translation, cousin. You're setting your sights a little too high, I think, trying to translate poetry of this caliber."
"Well, maybe," I said. "But then I know people who have set their sights even higher. For instance, the other poem I was going to recite. Would you like to hear it?"
She didn't reply but stared down at her sewing as if she hadn't heard what I was saying.
"She knows I'm up to something," I thought to myself. But I gave no sign of this suspicion and began reciting the poem, which goes like this:
Branches are clashing and clouds sweep the skies.
Clad in affliction, the little maid cries.
Billows relentlessly beat on the shore,
blackness surrounds her and thunderclaps roar.
She weeps in the wild, unbefriended."All of the world is empty and vain.
Earth is in darkness, my heart is in pain.
Holy One, summon me home! I am faint;
here there is nothing but grief and complaint,
once living and loving are ended.""Your weeping is wasted: your tears, vainly shed,
will not awaken or bring back the dead.
What can give gladness or grace to a heart
that grief for a loved one is tearing apart?
I'll search for it here, up in heaven.""Let weeping be wasted and tears vainly shed
that will not awaken or bring back the dead!
Nothing gives gladness and grace to a heart
that grief for a loved one is tearing apart —
nothing but memory and mourning."
My sister was blushing furiously and stitching away with all her might.
"Now that's been rather more skilfully translated, I think," I said. "You've managed to imitate the meter pretty well, too, I can see that, even though I don't understand a word of the original. — You're so lucky to know German, Hildur! Wouldn't it be nice if you could teach me a little? It's real torture for me, not being able to understand a thing they've done — Schiller and those others in Germany!"
"How did you get your little hands on that poem?" said my sister. I could see she was both embarrassed and angry. "I always thought I could trust you not to snitch things behind my back!"
"I didn't, either," I shot back, startled. "You gave me some prunes the other day, remember? And you used this poem to wrap them in. It's only a rough draft, of course, so I thought it would be all right for me to take a look at it — especially since you hadn't gone to any trouble to hide it. I've never recited it out loud before and I haven't told a soul you were translating it."
"Dear cousin, I beg you — don't ever do that, please! I'm not the least bit interested in having it known that I dabble in poetry! It's never been regarded as much of an ornament in women."
"Don't worry," I said as reassuringly as I could. "But look, if you can bring it off equally well next time, I think you ought to try your hand at it again. Why, I'd actually be happy to pass off anything you've written as my own! . . . Well, no, it would be humiliating for me to do that, wouldn't it. I think we'd better drop that idea."
"Don't you worry," said my sister, and now she was once again her own sweet, gentle self. "It's not as if I write poetry so often that it's likely to come between us! But you said you had something you wrote yourself. I think it would be nice to hear it."
"True enough," I said. "Two short little poems. The first one is from summer before last and it's about you. The other was written only yesterday — or the day before — and it's about a plover. They're quite nice little poems, really — especially the end of the one about you!"
"I think I remember hearing some such nonsense from you once before," said my sister. "So let me hear the second poem first."
"No, I want to hear the first one first," I said. "It will be best to do them both."
Hildur couldn't keep from laughing, but I paid no attention and began reciting the poem from two summers ago:
See my sister, kind, well-spoken,
sitting lambs and spinning wool!
Toys? I had a toy-box full —
lately all are lost or broken.She tells me tales; I dote upon her;
she treats me really, really well;
she gave me, once, a gorgeous shell
for rhymes I wrote to do her honor!Sunshine sets her free from worry,
silver ringlets hide her ears;
but if the Parish Boss appears
along the lane, just watch her scurry!
"It was certainly a treat watching you then," I said with a wicked grin, then immediately started reciting the other poem — not a particularly outstanding effort, really — which goes like this:
"Dirrindee!" the plover sings,
darting up on little wings
bathed in morning beauty:
"Praise the gifts of God on high,
grassy fields and shining sky —
that's our daily duty!"Back inside the berry patch
babes of mine eat all I catch,
this and that and the other:
bees and wasps with burnished wings,
bugs and worms and tasty things
brought them by their mother."Over meadows moist with dew,
moorlands, brooks, the plover flew
home to seek her haven.
Not a word the nestlings said:
each and every one was dead,
eaten by a raven.
"True, true. That's the way of it," said my sister. "Did you really see the plover you wrote that poem about?"
"No, not really," I replied. "But it must have happened that way, or it wouldn't have occurred to me."
"You say such strange things, cousin!" said Hildur. "But look — the sweater's finished. Let's go and fill it with all the moss we can."
We accomplished this in no time at all, stuffing the sweater full of highland moss and tying it to one of the sacks. When this was finished we sat down again. There was sunlight down in the valley beneath us, now, but up where we were sitting everything was in shadow. A gentle, balmy southern breeze was blowing along the mountainside, full of life and warmth. We sat in silence, absorbed in watching shadows drift in shifting patterns across the meadows and pastures below as the clouds broke up and scattered across the sky.
"Wouldn't it be nice," said my sister, "if you weighed so little that you could sit on the prettiest of those shadows, way down there, and float across the countryside from one place to another, seeing everything there was to see?"
"Yes, that would be lots of fun," I replied. "But suppose the cloud up there in the sky dissolved when I got as far north as Slétta! I think its shadow would vanish too, and then I wouldn't have anything to ride home on, back to you."
My sister gave me an odd look, it seemed to me, as if she were somehow trying to figure me out. Then she said very slowly and deliberately: "Well, you could always settle down at Slétta until you were big enough to walk home all by yourself. Wading rivers the whole way."
As you can imagine, I was crushed by this reply.7 I was about to pay her back in her own coin and say something really rude, when all at once we heard a terrible crashing right above us, then another — and another — so that the whole mountain shook and trembled.
"God preserve us!" said my sister. "Look out, cousin! It's a rockslide!"
I leaped to my feet, intending to run, I suppose. But after a single glance upward I threw myself in my sister's lap and whimpered: "Sister, sister! I'm scared of the rocks!"
At that moment an enormous boulder landed right next to us. It bounded high in the air, tore big chunks of turf out of the grassy ledge where we were standing, and disappeared over its edge before you could even blink. Now the crashing sounds doubled in intensity and greyish-blue smoke and the smell of burning rose up from below.8
"What a terrifying noise!" said my sister, holding me tight in her arms. I was still pretty scared, but I could see the boulder had gone on past us and figured it was time to play the man.
"Is that how it sounded — to you?" I said. "Anyway, I think it's safe for you to let go of me now. The noise is all coming from the ledge beneath us. Golly, you were really scared, weren't you!"
As I said this I turned away to wipe the sweat from my face and thank God under my breath. I could see plainly that we had been within an inch of our lives.
"Why you little fox!" said my sister, not knowing whether to laugh or be angry. "First you dive into my lap from sheer terror and then, when the danger's past, you tell me I don't need to be afraid any more and can stop holding on to you!"
I acted as if I hadn't heard this and tried to change the subject.
"Do you know what causes rockslides?" I asked, adopting my most professorial manner. "There are some boulders sitting right at the edge of where the slope starts getting steep, not resting on anything but mud and sand that's been built up around them. When the rain comes, all this mud gets washed away and the boulders come loose and start rolling down. You can understand that."
"Aren't we just unspeakably clever," said my sister. "Obviously it's the rain earlier today that loosened that boulder."
"Or else it was him," I said, pointing up above us. A man was standing on the edge of a protruding crag, silhouetted against the sky.
This gave us plenty to think about — plenty besides rockslides — since we couldn't imagine who the man was, or what he was doing up there among the crags.
"You don't think it's an outlaw, do you?" I said, clasping my sister's arm tightly. "As far as I know, this mountain sits between two settled valleys and doesn't join up with the glaciers or the Desert of Evil Deeds!9 — Come on, sister, hurry, I think we'd better get out of here!"
At that moment the man drew back out of sight as if he had melted into the mountain.
"I think it's safe for you to let go of me now," said my sister mockingly. "Your precious outlaw seems to have gone away!" . . . .
Grasaferð
"Systir góð! sérðu það, sem ég sé?"
Það var eitt kvöld um vorið, við komum af stekknum, að ég sagði þetta við systur mína, fimmtán vetra gamla, og klappaði saman lófunum af gleði.
"Ég veit ekki, við hvað þú átt, drengur!" — "Hvað á ég að sjá?" sagði hún rétt á eftir og sneri sér við, því ég var orðinn aftur úr og horfði þegjandi ofan í jörðina.
"Hér hefur rignt ormum í skúrinni, en það var ekki það, sem ég átti við."
"Þú ert skýrleiksbarn," sagði systir mín hlæjandi, "og kemur alltént upp með eitthvað nýtt; við skulum tala um ormana þína seinna; en hvað var hitt, sem ég átti að sjá?"
Ég var einatt vanur við hún leiddi mig, á meðan ég var yngri; en nú var ég orðinn 13 vetra gamall og þótti vera of stór til þess; samt sem áður fannst mér það alltént mesta skemmtun, og vann ég mér það stundum inn með alls konar gamni og vinalátum, þegar við vorum einhvers staðar á gangi.
"Leiddu mig dáltið," sagði ég, og tók í höndina á henni, "annars kostar sérðu ekki það, sem ég bendi þér á — þú sérð fjallið hérna fyrir ofan okkur, gáðu nú að."
"Nei, ég sé ekki fjallið, frændi minn góður! Var það ekki annað en fjallið?"
"Og sérðu bunurnar bláu, sem steypast fram af Bröttuskeið; það er eftir regnið áðan; lækirnir hafa allir vaxið og eru sumir mórauðir. Hvernig líst þér núna á fjallið?"
"Ekki nema vel," sagði systir mín, "það er fallegt og farið að verða sumarlegt; en svona lítur það út á hverjum degi; þú verður að sýna mér eitthvað meira."
"Ég er að draga þig dáltið á því, sem best er; sérðu nú rindana þarna upp á Bröttuskeið sunnanverðri? Þeir eru fagurbleikir; manstu, hvernig þeir eru að sjá í þurrki?"
Þetta seinasta sagði ég svo borginmannlega og með svo miklum spekingssvip, að það var auðséð á öllu, ég þóttist hafa sagt eitthvað merkilegt. Systir mín horfði stundarkorn á rindana, og sá ég, hvernig hýrnaði yfir henni.
"Þú ert mesta gersemi," sagði hún þá, "og besti frændinn, sem ég á — það eru allt saman grös, það er ógn af blessuðum grösum!"
Nú líkaði mér fyrst, hvernig gékk. Systir mín leiddi mig við hönd sér, lagaði á mér hattinn og strauk hárið frá enninu á mér, en ég hristi það jafnótt niður aftur, og horfði ýmist á hana eða tórnar bleiku, og bað með öllu móti, að hún þegði um grösin, og tæki mig svo einhvern tíma einan með sér upp á Bröttuskeið, svo við hefðum bæði tvö sómann af þessari uppgötvun, og grösuðum meira en dæmi væru til. Hún lofaði mér því loksins, og þá var ég í mínum augum sæll eins og kóngssonur, og hugsaði til grasanna með hreinni og vonarfullri gleði. Þess háttar tilhlökkun verður varla lýst, og engum getur auðnast að njóta hennar fyllilega, nema unglingum á mínu skeiði.
Þessi systir mín, sem ég kallaði, hét Hildur Bjarnadóttir, og var einkabarn prestsins á B..... Við höfðum alist upp saman, frá því ég var 4 vetra; þá missti ég foreldra mína, hvort á eftir öðru. Séra Bjarni tók mig þá í fóstur, og ól hann mig upp, eins og ég væri hans sonur. Hann hafði átt móðursystur mína, en missti hana, þegar ég var barn. Frá þeim tíma bjó hann alltaf með bústýru, og bar ekki á öðru, en það færi nógu vel. Hann var líka ríkismaður, og fluttust honum föngin víða að, svo enginn gat vitað, nema kunnugir, þó eitthvað þryti á heimabúinu.
Ráðskonan var alltaf heldur ill við mig, og kallaði ég hana digru Guddu, þegar ég var reiður, en Hildi, prestsdótturina, kallaði ég aldrei annað en systur mína, og prestinn fóstra minn, eða þá stundum séra Bjarna, þegar ég átti tal við ókunnuga. Hann var aldrei harður við mig, og ekki man ég til hann ofbyði mér nokkurn tíma, hvað sem ég átti að nema eða vinna, en heldur var hann strangur í útliti, og aldrei svo blíður eða eiginlegur í máli, að ég gæti fest ást á honum; mér lá alltaf við að hræðast hann, og aldrei var ég eins glaður eða upplitsdjarfur, og ég reyndar átti að mér, þegar ég sá hann einhvers staðar í nánd við mig. Samt sem áður virti ég hann, eins og hann væri faðir minn, og vildi honum vel af heilum hug.
Ég var svo lánsamur, að koma mér vel við fólkið á bænum, og hafði það sumt eftirlæti á mér, en enginn horn í síðu minni, nema ráðskonan. Best féll mér samt ævinlega við hana Hildi systur mína, og henni var ég þægari, en nokkrum manni öðrum á heimilinu.
Það var einn dag fyrir sláttinn, að ég var kominn á hvíta brók og ljósbláa sokka, og saumaði þá upp um mig fyrir neðan hnéð. Að ofanverðu var ég snöggklæddur, á grænum bol og dúkskyrtu, með nýlegan hatt, sem ég hafði keypt fyrir lamb, og þótti mér það vera fallegur hattur. Svona stóð ég úti' á hlaði með hárband og ljósgráan tínupoka, og þar að auki var ég vel útbúinn að snærum. Ég hafði tekið með mér peysuna mína bláu, og var að búa mig til að binda bagga úr henni og pokanum, en dró það samt, og horfði heim til dyranna, hvort enginn kæmi út. Það leið ekki heldur á löngu, fyrr en systir mín kom með samanbrotinn tínupoka og snjóhvíta rósavettlinga á höndunum, en hversdagsbúin að öðru leyti, hreinlega og létt, en þó hlýtt, svo kunnugum var hægt að sjá hún ætlaði í grasaferð.
Ég kallaði til hennar og sagði: "Fæ ég að bera pokann þinn, systir góð!" og leit svo um leið niður á mig, því aldrei þóttist ég hafa verið eins karlmannlegur í vexti, né meira mannsefni að sjá, en núna á hvítu brókinni.
"Heyr á endemi! ætli þér veiti af að bera þig sjálfan?" sagði digra Gudda; "það situr á þér, pattanum, að þykjast vilja láta eins og fullorðnir menn!" Hún stóð rétt fyrir aftan mig, og hafði ég ekki fyrr tekið eftir henni.
"Ég ansa þér ekki," sagði ég í hálfum hljóðum, en systir mín fékk mér pokann sinn brosandi, og sagðist ekki efast um, að ég bæri hann með heiðri og sóma, ekki síst, ef hún leiddi mig upp á móti brekkunni.
"Það er alltént léttara," ætlaði ég að segja, en digra Gudda stóð við hliðina á mér og brosti svo hæðnislega, að ég beit á vörina og hnýtti baggan minn þegjandi.
"Mundu mig um það, Hildur!" sagði ráðskonan, "að færa mér dálítið af helluhnoðra í kvöld, hann vex nógur í fjallinu, og alltént er hann blessaðasta gras að drekka af."
Mig langaði til að svara einhverri óþægð, en þorði það ekki, fyrr en ég var albúinn.
"Ég skal muna til þín, Guðríður!" sagði systir mín, "verið þið sæl öll!"
"Og ég skal færa þér einn eða tvo skollafingur, eða þá dálítið af tófugrasi," sagði ég og hljóp á stað með sama, því ég vissi digra Gudda mundi hafa orðið reið.
Veðrið var blítt og hreint, en ekki sá til sólar, því skýjadrög voru um himininn, og hrannaði austurloftið. Það var eins og sveitin hefði sniðið sér stakk eftir veðrinu: allt var svo kyrrt og blítt yfir að líta, túnin græn og glóuðu í fíflum og sóleyjum; engjarnar líka grænar, en þó nokkuð ljósbleikari, og sums staðar hvítir fífublettir, táhreinir, eins og nýfallinn snjór. Búsmalinn dreifði sér um haga og hlíðar, og ekkert var að heyra, nema einstaka lækjarbunu og árniðinn í dalnum, eða þá stundum fugla, sem flugu kvakandi í loftinu, ellegar sátu á einhverri hæð og sungu sér til gamans í morgunkyrrðinni. Lengra í burtu var að sjá fagurblá fjöll með sólskinsblettum, og það breiddi nokkurs konar gleðiblæ yfir allt hitt, eins og þegar vonin skín yfir rósama lífstund góðs manns.
Þetta sagði systir mín á einum stað í fjallinu, þegar við stóðum við og horfðum yfir dalinn og sveitina; og hún sagði það satt, því ég sá, hvernig hýran skein á andlitinu á henni. En ég var mest að hugsa um grösin, og svaraði heldur óþolinmóðlega: "Ég held það hafi verið fallegt, sem þú sagðir, en illa er mér við sólskinið, ef það kemur hingað í dag; mér þætti miklu betra, að við fengjum duglega skúr."
"Vertu óhræddur," sagði hún, "grösin þín á Bröttuskeið verða varla svo smá, að við sjáum þau ekki nema í vætu; láttu mig nú leiða þig stundarkorn, litli frændi minn góður!"
Ég þekktist það að sönnu, ok tók þegjandi í höndina á henni, en illa féll mér samt, að hún skyldi kalla mig "litla frænda." Hún var farin að taka upp á því stundum, eftir það hún óx svo mikið yfir mig; enda var hún orðin fulltíða kvenmaður, og fermd fyrir meir en ári, en ég var barn, að kalla, og ekki stór á mínum aldri. Þetta vissi ég allt saman dável, og sárnaði mér því heldur, að hún skyldi svona ósjálfrátt vera að minna mig á það.
Við gengum nú áfram þangað til við komum undir skeiðina; ég var þá orðinn dauðþreyttur, og settumst við niður á grænni tó og horfðum aftur ofan yfir dalinn. Nú var hann enn þá fegri að sjá, en áður, þegar við stóðum lægra í fjallinu; allar ójöfnur voru horfnar á láglendinu, og ekkert var að sjá nema litaskiptin. Áin kom nú öll í ljós, og leið hún fram í bugðum og kvíslum, eins og heiðbláir þræðir, ofnir í fegursta glitvefnað.
Í þetta sinn gaf ég samt lítinn gaum að fegurð náttúrunnar; mér gat ekki liðið úr minni "litli frændinn," það lá hræðilega illa á mér, og loksins sagði ég upp úr miðju kafi: "Ég er ofur lítill, Hildur mín góð! aldrei held ég verði að manni."
Systir mín hló hátt og horfði til mín svo kátbroslega, að ég vissi varla, hvaðan á mig stóð veðrið. Það var eins og ég heyrði óminn í loftinu, hvað aumingjalega skringilegur ég hefði verið í rómnum, og fór það, eins og stundum ber við, að hugur minn komst í aðra stefnu, og hló ég þá dátt að sjálfum mér.
"Þetta var það skrítnasta, sem ég hef nýlega heyrt," sagði systir mín; "blessaður vertu, segðu það aftur í sama róm og áðan; reyndu nú til!"
Ég færðist undan fyrst í stað; en það fór eins og vant var, þegar Hildur var annars vegar, mér var ekki hægt að synja henni lengi um það, sem hún bað; ég varð þá að fara að herma eftir sjálfum mér, og þó það tækist ekki sem best, varð okkur það samt báðum nægilegasta hlátursefni. Hún var þá svo blíð, og hló að mér svo dátt og græskulaust, að mér kom ekki til hugar að fyrtast við það minnsta grand.
Þegar við stóðum upp, sagði hún og var nokkuð alvarlegri: "Ef þú vilt, skal ég aldrei kalla þig litla frænda meir; þú munt líka bráðum vaxa, ef þú lifir, og þegar þú ert orðinn stór, mun ég verða að venja mig af því, hvort sem ég vil eða ekki."
Ég varð einhvern veginn undarlegur, þegar talið snerist svona við; mér fannst nú lítið til þessa loforðs, og vissi ekki vel, hverju ég átti að svara.
"Kallaðu mig hvað sem þú vilt," sagði ég þá heldur lágt, "ég skal kalla þig systur mína samt"—og svona klifruðum við upp á skeiðina.
Ég var að hugsa hitt og þetta, ok tók lítið eftir veginum, hann var ekki heldur mjög voðalegur; við fundum á einum stað klettaskoru, og komumst þar upp, án þess okkur vildi nokkurt slys til; en svo var hún þröng, að við urðum sums staðar að renna okkur á rönd, og sáum við glöggt, að hún varð ekki farin aftur, ef við fengjum nokkuð í pokana.
Ég vonast til, að sumir af lesendum mínum muni til sín, þegar þeir hafa í fyrsta sinni fundið svo mikil grös, að þeir væru vissir um að geta tekið þar byrði sína fyrirhafnarlaust að kalla. Því er svo varið með áhugann, að hann þróast því meir, sem meiri er óvissan, og þetta veldur ákefð allra veiðimanna og annarra, sem afla sér fjár úr skauti náttúrunnar. Með handiðnirnar er allt öðruvísi ástatt: þeir, sem eiga að vinna að því, sem aflað er, og endurbæta það og ummynda, vita oftast nær fyrir fram, hvað miklu þeir muni fá afkastað, og gerir vinnan þeim langtum minni áhuga, en hinum; enda lifa þeir minna á voninni, og búast ekki á hverri stundu við einhverjum feng. Ég var í þetta sinn í þeirra tölu, sem gleðjast við að sjá von sína rætast, og þarf ég ekki að lýsa huga mínum fyrir þeim, sem hafa reynt eitthvað líkt því á mínu reki.
Undir eins og við systir mín komum upp á skeiðina, sáum við, að litaskiptin á tónum bleiku höfðu ekki dregið okkur á tálar; þær voru allar þaktar í grösum, og lágu þau í stóreflis flekkjum, og svo þétt, að ekkert strá og öngvar mosategundir voru vaxnar upp á milli þeirra. Það var auðséð á öllu, að þar höfðu ekki verið tekin grös í margt ár.
Við bárum ekki við að binda á okkur pokana; því ekki þurfti langt að ganga eftir tínunni. Við kipptum þá upp skúf og skúf, en grösin lágu laus, að kalla, og bárum við þau saman í smáhrúgur, þangað til við héldum, að við mundum ekki koma meiru heim. Við höfum varla verið að þessu lengur en svari einu dagsmarki, og þegar öllu var lokið, og við búin að troða í pokana, hefur varla verið kominn miðmundi.
"Þetta eru nógu laglegir pokar!" sagði ég þá, "en ógn verður eftir af grösunum; sestu nú við og saumaðu fyrir peysuna mína, hún tekur þó ekki svo lítið, og það er líka mannalegra, að koma heim með bagga í fyrir."
"Þú verður þá að segja mér sögu á meðan, fyrst ég er svona eftirlát við þig," sagði systir mín um leið og hún fór að þræða saman peysuna. Ég var fús til þess og settist ég við hliðina á henni, en þó svo, að ég sæi vel framan í hana, því þá gekk mér alltént betur að segja frá.
Svona sat ég stundarkorn og hugsaði mig um. Því næst spurði ég systur mína, hvort það ætti að vera eitthvað um hann séra Eirík í Vogsósum, eða þá saga af útilegumönnum. En hún hélt, að lítið yrði úr öllum þess háttar sögum í björtu, og bað mig að finna eitthvað hentugra.
"Þá muntu ekki heldur," sagði ég, "vilja heyra neitt um hann Björn í Öxl, eða þá ferðasöguna hans Lalla, þegar þau Skotta og hann sátu saman á húðinni og óku fram endilanga Fnjóská, en Þorgeirsboli dró, og það var húðin af honum sjálfum. En áður en ég gleymi því, systir góð! hvað eru þær margar — skotturnar?"
"Það á ég bágt með að segja þér," sagði hún; "þær hafa verið sín í hverri sveitinni; þó eru tvær merkilegastar, að ég held, Húsavíkurskotta og Hvítárvallaskotta, en þær eru nú báðar dauðar."
"Þá þekki ég mann, sem hefur séð hana Húsavíkurskottu," sagði ég; "manstu ekki eftir lækninum, sem var að segja honum fóstra mínum frá, þegar hún kastaði selnum í hann Lalla? — En var hann dauður, selurinn? Því er ég nú búinn að gleyma."
"Það verður ekki talað við þig," sagði hún, og heldur óþolinmóðlega; "þú ert með tóma útúrdúra, og enginn maður getur séð, hvort þér er alvara eða gaman."
"Mér er þó alvara stundum, en núna getur mér ekkert dottið í hug, sem vit er í; þú verður að gera þig ánægða með nokkrar vísur; það eru tvö kvæði eftir mig sjálfan, og tveimur er snúið."
"Ég fer sem næst um skáldskapinn þinn," sagði systir mín, "það er sjálfsagt eitthvað fallegt, en þó ætla ég að biðja þig að hafa hinar yfir fyrst."
"Öðru kvæðinu er snúið úr dönsku," sagði ég þá; "það er munaðarlaus unglingur, sem búinn er að missa alla hluti, auð og metorð, og unnustu með glóbjart hár og fagurblá augu; það var um kvöldtíma, að hann settist einsamall á leiði móður sinnar, og þá kvað hann þetta:
Bíum, bíum,
barnið góða!
sofðu nú sætt
og sofðu lengi,
þó að höll
og hægindislaus
og grafkyrr
í grundar skauti
vagga þín standi.
Vertu í ró!Heyrirðu stynja
storminn úti
yfir mínum
missi þunga
og átfreka
yrmlingafjöld
furukistu
kroppa þína?Nú kemur hinn hljóðfagri
næturgali;
heyrirðu mjúkan
munaðarklið?
Var það áður,
er þú vaggaðir mér;
nú skal ég, veslingur!
vagga þér aftur.Hresstu huga þinn
hans við söng;
allt skal eg þér
til yndis velja;
heyrirðu dimma
við dauðans hlið,
barn mitt! hringja
bjöllu þína?Sé ei hjarta þitt
hart sem steinn,
sjáðu, móðir!
mína iðju:
eg skal af grátviðar
grein þessari
hljóðpípu smíða
handa þér.Hresstu hug þinn
við hennar róm,
er hún einmana
úti kvakar,
eins og vindur
á vetrarnótt
villur vakandi
í votum greinum.Verð eg að víkja
vöggu þinni frá;
kalt er að búa
við brjóst þitt, móðir!
og ég á mér
ekkert hæli
aftur að verma
inni mig.Bíum, bíum, o. s. frv.
"Ég þekki þessar vísur," sagði systir mín; "en þeim er ekki vel snúið, þú hefðir ekki átt að hafa fornyrðalagið, og. . . ."
"Hitt var ekki vinnandi vegur," sagði ég í mestu ákefð og gleymdi mér öldungis; "hefði ég átt að fara eftir frumkvæðinu og hafa sömu stuðlaföll, þá hefði mér tekist enn verr; en hver hefur sagt þér, að ég hafi snúið því?"
"Nú hefurðu sagt það sjálfur," svaraði hún mér brosandi; "en svo ég gegni því, sem þú ætlaðir að segja, þá held ég leikinn maður hefði getað haldið hvoru tveggja, bragarhættinum og efninu. Þegar snúið er í annan bragarhátt, fær skáldskapurinn oftast nær annan blæ, þó efnið sé reyndar hið sama; og víst er um það, að þetta kvæði hefur dofnað, ég veit ekki í hverju; það er nokkurs konar indæl og barnaleg angurblíða í öllu frumkvæðinu, og hennar sakna ég mest hjá þér, frændi minn! enda tekstu of mikið í fang, að reyna þig á öðrum eins skáldskap, og þessi er."
"Það held ég nú líka," sagði ég; "en þó hef ég vitað suma takast meira í fang; það er nú til að mynda hitt kvæðið, sem ég ætlaði að hafa yfir; má ég lofa þér að heyra það?"
Hún gegndi mér öngu og horfði ofan í saumana, eins og hún hefði ekki heyrt, hvað ég sagði.
"Hana grunar eitthvað," hugsaði ég með sjálfum mér, en lét samt ekki á mér bera og fór að þylja kvæðið. Það var svona:
Dunar í trjálundi, dimm þjóta ský —
döpur situr smámeyja hvamminum í;
bylgjurnar falla svo ótt, svo ótt;
öndinni varpar á koldimmunótt
brjóstið af grátekka bifað:"Heimur er tómur og hjartað, það deyr;
hvergi finnst neitt, að eg æski þess meir.
Heilaga! kalla mig heim, ég er þreytt,
hef eg þess notið, sem jörðin fær veitt,
því eg hefi elskað og lifað.""Tárin að ónýtu falla á fold,
fá hann ei vakið, er sefur í mold.
Segðu hvað hjartanu huggunar ljær,
horfinnar ástar er söknuður slær;
á himnum þess hygg eg að leita.""Tárin að ónýtu falli á fold,
fái' hann ei vakið, er sefur í mold;
mjúkasta hjartanu huggun það ljær,
horfinnar ástar er söknuður slær,
hennar að minnast og harma."
Systir mín sat kafrjóð og kepptist við að sauma.
"Þessu er, held ég, betur snúið," sagði ég þá, "og þú hefur náð bragarhættinum dável; það hef ég séð, þó ég skilji ekki sjálft kvæðið. Þú átt gott að geta skilið þjóðverskuna, og það væri vel gert af þér, að kenna mér dálítið líka. Mér er kvöl í að skilja ekkert af því, sem þeir hafa gert, hann Schiller og aðrir á Þjóðverjalandi."
"Hvar hefurðu náð þessum vísum," sagði systir mín, og sá ég hún var bæði sneypt og reið; "ég hef alltaf haldið mér væri óhætt að trúa þér, og þú mundir ekki taka neitt í leyfisleysi."
Mér varð bilt við þetta. "Það hef ég ekki heldur gert," sagði ég og var stuttur í svari; "þú gafst mér um daginn nokkrar sveskjur, eins og þú líklega manst, og vafðir kvæðinu utan um þær; það var að sönnu uppkast, en ég hélt mér væri leyfilegt að lesa það, fyrst þú leyndir því ekki meir en svona. Ég hef aldrei haft það yfir fyrr en núna, og því síður hef ég sagt frá, að þú hafir snúið því."
"Blessaður! ég ætla að biðja þig að gera það ekki heldur. Mér er ekki mikið um það breiðist út, að ég sé að fást við þess háttar; það hefur aldrei þótt mikil prýði á kvenfólki."
"Vertu öldungis óhrædd," sagði ég svo blíðlega, sem ég gat; "en takist þér ekki verr í annað sinn, held ég þú ættir að bera það oftar við; ég skal hjartansfeginn eigna mér allt, sem þú gerir — en það er samt reyndar skömm; þessu ráði verð ég að sleppa."
"Þér er það held ég óhætt," sagði systir mín, og var nú orðin eins hýr og áður. "Ég yrki varla svo mikið, að okkur verði vandræði úr skáldskapnum mínum. En þú hafðir eitthvað eftir sjálfan þig, það held ég verði gaman að heyra."
"Já, það er satt," sagði ég; "það voru tvö smákvæði; annað er síðan í hittifyrra, og það er um þig, en hitt gerði ég um lóu, í gær eða fyrradag; það eru nógu falleg kvæði, sér í lagi endinn á þínu."
"Ég held ég muni úr þér bullið," sagði systir mín; "lof mér samt að heyra það seinna."
"Mig langar til að heyra hitt fyrst," sagði ég; "það er best ég fari með þau bæði."
Hildur gat ekki gert að sér að hlæja, en ég gaf mig ekki að því og fór að þylja kvæðið það í hittifyrra:
Sáuð þið hana systur mína
sitja lömb og spinna ull?
Fyrrum átti ég falleg gull;
nú er ég búinn að brjóta og týna.Einatt hefur hún sagt mér sögu;
svo er hún ekki heldur nísk:
hún hefur gefið mér hörpudisk
fyrir að yrkja um sig bögu.Hún er glöð á góðum degi —
glóbjart liðast hár um kinn —
og hleypur, þegar hreppstjórinn
finnur hana á förnum vegi.
"Gaman hafði ég af þér þá," sagði ég kankbrosandi, og byrjaði undir eins á hinu kvæðinu; það var reyndar ekki merkilegt; það er svona:
"Það er nú svo," sagði systir mín; "sástu til lóunnar, sem þú gerðir þetta um?"
"Það trúi' ég ekki," svaraði ég henni, "en svona mun það hafa farið samt, annars hefði mér varla dottið það í hug."
"Þú talar svo undarlega, frændi!" sagði Hildur; "en nú er peysan búin; við skulum fara og tína í hana, allt hvað við getum."
Þetta starf var skjótt af hendi leyst; við fylltum peysuna með grös, bundum hana við annan pokann, og að svo búnu settustum við niður aftur. Þá var komið sólskin niður um dalinn, en uppi hjá okkur bar skugga á; hægur blær á sunnan rann um fjallið og flutti með sér líf og yl. Við sátum þegjandi og skemmtum okkur við að sjá skuggana, sem liðu í ýmsum myndum yfir engjar og haga, eftir því sem skýin losnuðu og bárust á burt um himininn.
"Vildirðu ekki vera svo léttur," sagði systir mín, "að þú gætir sest á einhvern fallegasta skuggann þarna niður frá, og liðið svo yfir landið, sveit úr sveit, og séð það, sem fyrir ber?"
"Ekki væri það óskemmtilegt," svaraði ég; "en ef skýin þarna uppi eyddust, þegar ég væri kominn norður á Sléttu, þá færi, held ég, skugginn líka, og svo hefði ég ekkert að sigla á aftur heim til þín."
Systir mín leit við mér einhvern veginn skrítilega, að mér þótti, eins og hún væri að virða mig fyrir sér, og sagði heldur seint: "Þá gætirðu sest að á Sléttunni, þangað til þú ert orðinn nógu stór til að geta gengið heim aftur og vaðið árnar á leiðinni."
Þetta svar sárnaði mér, eins og von var til, og ætlaði ég mér að borga það með einhverjum meinyrðum; en í sama bili heyrðum við voðalegan dynk, rétt fyrir ofan okkur, og síðan hvern af öðrum, svo fjallið skalf og titraði.
"Guð varðveiti mig!" sagði systir mín; "varaðu þig, blessaður! það er grjóthrun."
Ég rauk á fætur og ætlaði, held ég, að flýja, en þegar mér varð litið upp, fleygði ég mér í fangið á henni, og sagði með öndina í hálsinum: "Ég er hræddur við steininn, systir góð!"
Í þessu vetfangi flaug stóreflis bjarg fram hjá okkur; það hófst í háaloft og hjó upp torfur úr rindanum, þar sem við stóðum, og fyrr, en augað eygði, var það horfið fram af skeiðinni, en dynkirnir ukust nú um allan helming og gráblár reykur og eldlykt gusu upp.
"Tarna eru óttalegar skruðningar," sagði systir mín og hélt fast utan um mig; en þó ég raunar væri hræddur, sá ég samt, að steinninn var floginn fram hjá, og fór mér þá að sýnast ráðlegast að bera mig karlmannlega.
"Heyrist þér það?" sagði ég; "en þér er samt óhætt að sleppa, því þær eru allar í skeiðinni fyrir neðan okkur—þú varst býsna hrædd."
Í því ég sagði þetta, sneri ég mér undan um leið, til að þurrka af mér svitann og lofa guð í hálfum hljóðum; því ég sá glöggt, að við höfðum verið í lífshættu.
"Þarna ertu kominn!" sagði systir mín, og vissi ekki, hvort hún átti að fyrtast eða hlæja; "hleypur fyrst í fangið á mér af hræðslu, og segir svo ég skuli vera óhrædd og mér sé óhætt að sleppa, þegar hættan er um liðin."
Ég lét eins og ég heyrði ekki þetta, en bar mig að snúa talinu við.
"Veistu þá af hverju grjóthrunið kemur?" sagði ég, og var býsna spekingslegur; "það eru sumir steinar, sem sitja framan í brekkunni og tolla ekki á neinu, nema leir og sandi, sem runnið hefur í kringum þá. Nú þegar regnið kemur, skolast allur leirinn í burtu, og þá losnar steinninn og fer á stað, eins og þér gefur að skilja."
"Alltént ertu nógu skýr," sagði systir mín; "það hefur sjálfsagt verið regnið í dag, sem losaði bjargið áðan."
"Eða þessi þá," sagði ég, og benti upp fyrir okkur; þar stóð maður á klettasnös, og bar við himininn.
Nú fengum við nóg að hugsa um annað en grjóthrunið. Við gátum ekki giskað á, hvaða maður þetta gæti verið, og hvað hann væri að gera upp um tinda.
"Það getur varla verið útilegumaður," sagði ég, og fór að halda mér í handleggin á systur minni; "fjallið hérna liggur milli sveita, og er ekki, svo ég viti, áfast við jöklana eða Ódáðahraun. Viltu' ekki koma, systir góð! við skulum flýta okkur á stað!"
Í þessu bili fór maðurinn aftur á hvarf, eins og hann hefði gengið til fjalls.
"Þér er, held ég, óhætt að sleppa," sagði systir mín, og hermdi eftir mér; "útilegumaðurinn þinn er farinn" . . . . . .