The Dandelion and the Bee
Once upon a time there was a dandelion growing on a farmyard slope and a honeybee living in a hole in the wall.
The bee knew what life was like. She had been young and pretty once, delighting in flowers and green meadows and dreaming all night about summer and sunlight. Now she was a staid and seasoned woman — a widow, in fact, alone in the world and with lots of children to provide for. She kept herself busy every hour of the day foraging for provisions and laying in stores of wax and honey.
The dandelion had just unfolded. He had dreamed the dawn, awakened when the sun rose, and never yet seen dusk or darkness. He stared straight into the sun, smiling, and the sun kissed him a thousand times like a mother kissing a newly-wakened child. He flushed with pleasure in the sun's warmth, eager to live and grow up to be big.
The bee peered out the door of her hole and studied the weather. "My goodness," said the bee, "what was I thinking of, not getting myself outdoors ages ago? This whole meadow is just ablaze with flowers, spreading their petals in this glorious weather! If only I were a little younger — if only I didn't get worn out so soon — what a haul I could make on a day like this! But here I am, bone-tired, no sensation left in my weary old legs. . . . Well, excuses don't feed the children, do they!"
The bee spread her wings, taxied out across her doorstep — brumm birr bumm — and look! there she was, out in the meadow, busily sucking nectar from flowers and tucking the wax away in the pouch between her legs. It wasn't long before her cargo bay was so full that she doubted whether she'd be able to make it back home and decided to rest for a while. So she settled down on the young dandelion, letting her feet hang out over the edge of his blossom, waggling her wings and buzzing.
You can imagine how the poor dandelion felt when a shadow suddenly darkened the sun and this huge hulk settled down right on top of him. His petals sagged beneath the colossal weight.
By and by, when the bee got her breath back, she caught a whiff of the dandelion's fragrance and said — loud enough for him to hear — "What a lovely smell! I just can't resist draining your nectar, little fellow! It ought to be safe for me to take on a tiny bit more freight!"
"Don't do it, please, gentle bee!" said the dandelion, quaking and quivering with fear. "Don't drain my nectar, dear friend! I'm so young! And I want to live, and grow up to be big!"
"Sorry, that's no concern of mine," said the bee. "I'm laying in provisions, I have to look after myself and my children. I suck flowers because I need to; I don't torture them or kill them just for fun. We honeybees always say you flowers were created for our benefit — and even so, we treat you a lot better than human beings treat their animals. Or each other."
"I'm so young and naive," said the dandelion, "I don't even know how to argue with you. But I really do want to live. I've never seen dusk or darkness, not even once."
"You talk like a baby," said the bee. "You don't realize what they're like, the things you look forward to so much. Well — I suppose it isn't very nice of me to press you down like this. . . ." And — brumm birr bumm — off she flew with her load. The dandelion gazed into the sun again and it kissed him a thousand times like a mother kissing a newly-wakened child.
Soon afterward the bee came buzzing back to gather more provisions. The dandelion called to her and said, "Thanks a million, dear bee, for sparing me and not draining me dry — youngster that I am! I'm going to pay you back for your kindness some day. And may the blessèd sun keep you warm!"
"Thanks for the sweet intentions, you little dimwit," said the bee. "But how do you suppose you could ever pay me back? You're rooted in the ground and have to stay there until the farmer comes along to mow you down — or his children hack your head off."
"I don't know what you're talking about," said the dandelion. "But I want to live!"
"Good morning, little dandelion!" the bee said the next day. "Now you've been through dusk and darkness. What do you think of them?"
"Oh, don't remind me!" said the dandelion. "I start trembling all over again, just remembering! When the blessèd sun vanished from the sky and darkness fell, I was overcome with fear and the heaviness of death. I folded my petals, shut my blossom up tight, and went to sleep. All night long I've dreamed about light and the warmth of the sun — so for heaven's sake don't distract me now, when the sun is actually shining in the sky! I don't want to think about dusk. I want to live, so I can pay you back for your kindness!"
The bee only smiled and flew farther off down the slope.
A long time passed now and the two friends greeted each other every morning when the bee set out from home. The dandelion grew old very quickly, turning at last into a grey-headed fluffball who had savored life to the full. Yet he still insisted that he wanted to live, so he could pay the bee back for her kindness. And he stated firmly (a lot more firmly than he could stand up on his stalk anymore!) that he wanted to do this before saying his last goodbye. The bee only laughed at him, called him a miserable runt and fluffball, and asked why he didn't just lie down and die.
"Be patient, friend," said the dandelion. "It's gratitude that keeps me going. I may be nothing but an old, grey, shivering fluffball, and I may have lost most of my feeling, so the sun no longer gives me pleasure and night and darkness no longer frighten me. Even so — I still want to live. I lie awake day and night, these days, never getting a wink of sleep, thinking about this all the time."
"Goodbye, fluffball," said the bee.
"Goodbye, gentle bee! And may the blessèd sun keep you warm."
Fífill og hunangsfluga
Einu sinni var hunangsfluga og bjó í veggjarholu, og fífill og bjó í hlaðbrekku. Hunangsflugan vissi, hvað lífið var; hún hafði einhvern tíma verið ung og fríð og unað við blóm og grænan völl og aldrei dreymt á nóttunni, nema um sumar og sólskin; en nú var hún orðin sett og reynd kona, eða, réttara sagt, ekkja og einstæðingur, og átti mörg börn fyrir að sjá; nú var hún vakin og sofin að draga til búsins og safna vaxi og hunangi.
Fífillinn var nýsprottinn út; hann hafði dreymt morgunroðann, og vaknað, þegar sólin kom upp, en aldrei séð kvöld og forsælu; hann leit ekki í kringum sig, en horfði brosandi í sólina, og sólin kyssti hann þúsund sinnum, eins og móðir kyssir nývaknað barn; og hann roðnaði af gleði í sólarylnum og hlakkaði til að lifa og verða stór.
Þá kom flugan út í holudyrnar og skoðaði til veðurs. "Ósköp eru á mér," sagði flugan; "hvað ætli' ég hugsi, að vera ekki komin út; völlurinn glóir allur í blómum, sem lokist hafa upp í blíðviðrinu; ef ég væri yngri og minna farin að þreytast, þá gæti mér orðið björg að slíkum degi; rækarls mæðin og fótadofinn! — en blessuð börnin spyrja ekki að því!"
Nú þandi flugan út vængina og snaraðist fram yfir hlaðið — brumm birr bumm — og svo var hún komin í hlaðbrekkuna, saug blómin í óðakappi, og safnaði vaxinu í bolla, sem hún hefur innanvert á fótunum, þangað til hún var orðin svo afturþung, að henni þótti vanséð hún kæmist heim, og hugsaði sér að hvíla sig. Hún hafði öngvar sveiflur á því, nema settist á fífilinn unga; lét fæturna hanga út af röndinni á fífilshöfðinu, baðaði vængjunum og suðaði.
Það má nærri geta, hvernig aumingja fíflinum hafi orðið við, þegar skyggði fyrir sólina, og hlassið settist á hann, svo blöðin svignuðu fyrir undir þessum ofurþyngslum.
Þegar mæðin rann af flugunni, þefaði hún úr kollinum á fíflinum, og sagði svo hátt, að hann heyrði: "Hvaða blessaður ilmur! ekki get ég setið á mér að sjúga þig, karlkind! svolitlu er mér óhætt að bæta á mig."
"Gerðu það ekki, fluga mín góð!" sagði fífillinn og skalf og titraði af hræðslu; "sjúgðu mig ekki, blessuð mín! ég er svo ungur og langar til að lifa og verða stór."
"Ekki get ég gert að því," sagði flugan; "ég er að draga til búsins og verð að sjá um mig og börnin mín; ég sýg blómin, af því ég þarf þess með, en kvel þau ekki eða drep að gamni mínu; við segjum, hunangsflugurnar, að þið séuð sköpuð handa okkur, og förum þó betur með ykkur, en mennirnir fara með dýrin og hverjir með aðra."
"Ég er svo einfaldur og ungur," sagði fífillinn, "og get ekki borið neitt á móti því, sem þú segir, en mig langar ógn til að lifa; ég hef aldrei séð kvöld né forsælu."
"Þú talar eins og barn," sagði flugan, "og veist ekki hvað það er, sem þú hlakkar mest til; en ég er harðbrjósta að bæla þig niður" — brumm birr bumm — og svo lagði hún á stað með byrði sína, og fífillinn horfði aftur í sólina, og hún kyssti hann þúsund sinnum, eins og moðir kyssir nývaknað barn.
Skömmu seinna kom flugan aftur fljúgandi og suðandi að sækja meira til búsins; fífillinn kallaði þá til hennar og sagði: "Kærar þakkir, fluga mín góð! fyrir það þú vægðir mér og saugst mig ekki svo ungan; ég skal bera mig að borga þér einhvern tíma, og blessuð sólin vermi þig!"
"Ég tek viljann fyrir verkið, vesalingur!" sagði flugan; "en með hverju ætli þú getir borgað mér? þú ert fastur á rótinni, og verður að standa þar sem þú ert, þangað til bóndinn fer að slá, eða börnin slíta af þér höfuðið."
"Æ, ég veit ekki, hvað þú talar um," sagði fífillinn, "en mig langar til að lifa."
"Sæll vertu, fífill minn!" sagði flugan morguninn eftir; "nú hefurðu séð kvöld og forsælu, hvernig líst þér á?"
"Minnstu ekki á það," sagði fífillinn; "mér ógnar, þegar ég hugsa til þess! Þegar sólin blessuð hvarf og forsælunni skelldi yfir — þá kom yfir mig hrollur og dauðans þungi; ég lagði þá saman blöðin og lokaði höfðinu og sofnaði; en mig hefur dreymt í alla nótt ljósið og sólarylinn; tefðu mig nú ekki, meðan sólin er á lofti; en ég má ekki hugsa til kvöldsins — samt langar mig til að lifa, svo ég geti borgað þér."
Flugan brosti við og flaug lengra ofan á völlinn.
Nú leið lengi og þau heilsuðust á hverjum morgni, þegar flugan fór út. Fífillinn eltist fljótt og var loksins orðinn að gráhærðri biðukollu og meir en fullsaddur á lífinu, en samt sem áður sagði hann alltaf sig langaði til að lifa, til að geta borgað flugunni, og stóð nú á því fastara en fætinum, að hann skyldi gera það, áður en hann skildi við; en flugan gerði ekki nema hló að honum og kallaði hann örverpi og biðukollu, og ráðlagði honum að leggjast út af og deyja.
"Hafðu þolinmæði, heillin góð!" sagði fífillinn; "þakklátsemin heldur mér við; þó ég sé köld og grá biðukolla, og sólin gleðji mig ekki meir, og forsælan og myrkrið hræði mig ekki, af því ég er tilfinningarlaus, þá langar mig samt til að lifa; og nú vaki ég bæði dag og nótt og sofna aldrei dúr, og er alltaf að hugsa um þetta sama."
"Vertu sæl, biðukolla!" sagði flugan.
"Vertu sæl, fluga mín góð! og sólin blessuð vermi þig!"