Davíð Stefánsson frá Fagraskógi / Ljóðasafn [selections] (1995)
Mamma ætlar að sofna
Seztu hérna hjá mér,
systir mín góð.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát og hljóð.
systir mín góð.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát og hljóð.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát af því,
að mamma ætlar að reyna að sofna
rökkrinu í.
kyrrlát af því,
að mamma ætlar að reyna að sofna
rökkrinu í.
Mamma ætlar að sofna.
Mamma er svo þreytt.
- Og sumir eiga sorgir,
sem svefninn getur eytt.
Mamma er svo þreytt.
- Og sumir eiga sorgir,
sem svefninn getur eytt.
Sumir eiga sorgir,
og sumir eiga þrá,
sem aðeins í draumheimum
uppfyllast má.
og sumir eiga þrá,
sem aðeins í draumheimum
uppfyllast má.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát og hljóð.
Mamma ætlar að sofna,
systir mín góð.
kyrrlát og hljóð.
Mamma ætlar að sofna,
systir mín góð.
Content, © 1995. Used with permission from Edda Miðlun og útgáfa hf.
TEI markup © Board of Regents of the University of Wisconsin System, 2005. All rights reserved.
Those interested in using these texts for any purpose not covered under Fair Use must seek the permission of the copyright holder, Edda Miðlun og útgáfa hf, and the University of Wisconsin-Madison Libraries.