University of Wisconsin Digital Collections
Link to University of Wisconsin Digital Collections
Link to University of Wisconsin Digital Collections
Icelandic Online Dictionary and Readings

Útrás íslenskrar tónlistar heldur áfram (Föstudaginn 1. ágúst, 2003)

 

[Article]

Föstudaginn 1. ágúst, 2003 - Daglegt líf

Útrás íslenskrar tónlistar heldur áfram

Þrátt fyrir smæð Íslands virðist vera nóg að finna af frambærilegum tónlistar-mönnum hér á landi. Eru Björk Guðmundsdóttir og hljómsveitin Sigurrós líklega frægust erlendis. Aðrar hljómsveitir eru þó einnig að koma sér á framfæri.

Color photograph

Morgunblaðið/Jim Smart

Hljómsveitin múm hefur náð töluverðum vinsældum erlendis fyrir tónlist sína. Þau eru meðal annars að fara til Japans.

Þrátt fyrir smæð Íslands virðist vera nóg að finna af frambærilegum tónlistar-mönnum hér á landi. Eru Björk Guðmundsdóttir og hljómsveitin Sigurrós líklega frægust erlendis. Aðrar hljómsveitir eru þó einnig að koma sér á framfæri. Þessa dagana eru tvær hljómsveitir á leið út í heim í tónleika-ferðalög. Það eru múm og I Adapt. Múm ætlar meðal annars að spila í Portúgal, Bandaríkjunum, Ástralíu og Japan. En I Adapt verða í Danmörku, Hollandi, Þýskalandi, Spáni, Tékklandi, Frakklandi og Bretlandi. Hljómsveitirnar eru mjög ólíkar. Múm spilar melódíska raftónlist en I Adapt eru harðkjarna-pönkarar. Það má því segja að tónlist þeirra sé eins og svart og hvítt. Tónlist beggja er þó skemmtileg og á vonandi eftir að skemmta tónleika-gestum erlendis.

© Morgunblaðið, 2004


Go up to Top of Page