University of Wisconsin Digital Collections
Link to University of Wisconsin Digital Collections
Link to University of Wisconsin Digital Collections
Icelandic Online Dictionary and Readings

Surtseyjareldar - eitt lengsta gos frá landnámi (Föstudaginn 14. nóvember, 2003)

 

[Article]

Föstudaginn 14. nóvember, 2003 - Innlendar fréttir

Surtseyjareldar - eitt lengsta gos frá landnámi

Surtseyjargosiđ hófst ađ morgni 14. nóvember 1963 um 20 km suđvestur af Heimaey í Vestmannaeyjum. Fyrstu sjónarvottar voru sjómenn og sagđi Ólafur Vestmann, skipverji á mb.

Black and white photograph

Ljósmynd/Sćmundur Ingólfsson

Surtseyjargosiđ hófst ađ morgni 14. nóvember 1963 um 20 km suđvestur af Heimaey í Vestmannaeyjum. Fyrstu sjónarvottar voru sjómenn og sagđi Ólafur Vestmann, skipverji á mb. Ísleifi VE, svo frá í samtali viđ Morgunblađiđ daginn sem gossins varđ vart:

"Ég var á baujuvakt og var ađ svipast eftir baujum, ţegar mér varđ litiđ í austur og sá ţar eitthvert ţykkni, kolsvart.

Ţá hefur klukkan veriđ um 7.15 í morgun." Ađ sögn Ólafs taldi hann ađ skip vćri ađ brenna og rćsti Guđmar Tómasson skipstjóra.

Ţegar birti sigldu ţeir ađ ţykkninu og sáu hvađ um var ađ vera. "Sprengigosin voru lág í fyrstu en hćkkuđu stöđugt. Um 10 leytiđ sáum viđ 2-3 eldglampa í gufumekkinum. Einnig sáum viđ 2-3 glóandi steina hendast upp í loftiđ." Hitinn í sjónum, um hálfa mílu frá gosstöđinni, reyndist um 10 gráđur.

Gosmökkurinn náđi fljótlega um 6 km hćđ og sást víđa ađ. Kolsvartir ösku- og gjóskumekkir ţeyttust upp úr sjónum og ösku rigndi úr mekkinum.

Ekki leiđ á löngu uns ađ dreif fleiri báta, skip og flugvélar međ vísindamenn, fréttamenn og ađra áhorfendur ađ ţessu náttúruundri.

Strax á öđrum degi gossins sást móta fyrir Surtsey í gegnum gosmökkinn. Sćmundur Ingólfsson, ţá yfirvélstjóri á v.s. Albert, náđi mynd af nýju eynni kl. 9.40 ađ morgni 15. nóvember 1963. "Viđ vorum ţarna einir um morguninn og eyjan sýndi sig vel. Eftir hádegiđ var skyggniđ verra og erfiđara ađ sjá eyjuna," sagđi Sćmundur. Áđur hafđi veriđ ţarna 120 metra dýpi.

Surtseyjargosiđ stóđ til 5. júní 1967 og er ţađ međ lengstu gosum sem orđiđ hafa hér á landi frá ţví sögur hófust. Auk Surtseyjar mynduđust tvćr minni eyjar, Syrtlingur og Jólnir, sem hurfu aftur í hafiđ.

Ţegar gosinu lauk mćldist Surtsey vera 2,7 ferkílómetrar ađ stćrđ en er nú um helmingi minni. Alls komu um 1,1 km3 af gosefnum upp í Surtseyjargosinu, 60-70% af ţví var gjóska en 30-40% hraun.

© Morgunblađiđ, 2004


Go up to Top of Page